Haustþing hefst með setningu þingfundar klukkan hálftvö í dag. Á dagskránni er aðeins eitt mál, skýrsla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um störf ríkisstjórnarinnar.

Áður en þingfundur hefst munu allsherjar- og menntamálanefnd og forsætisnefnd þingsins funda. Á dagskrá allsherjarnefndar er frumvarp forsætisráðherra um Hagstofu Íslands.

Eins og fram hefur komið mun haustþingið standa yfir í sex daga, í þessari viku og næstu. Þann 1. október næstkomandi verður svo nýtt þing sett.