Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga stefnir að því að vinna greinargerð á mögulegum smávirkjunum, undir 10 MW í Þingeyjarsýslu. Virkjanir undir 10 MW þurfa að jafnaði ekki að fara í umhverfismat.

Stefnt er að því að skoða 50-60 virkjanakosti á svæðinu.

Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþró­ unarfélagsins, segir verkefnið hluta af sóknaráætlun Norð­ urlands eystra 2015 til 2019. Ekki sé að stefnt að fara í nein verkefni nema með samþykki allra hlutaðeigandi landeigenda.