Þingfundi á Alþingi hefur ítrekað verið frestað í dag. Þingfundur hófst klukkan hálfellefu með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Eftir það tók við umræða um skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið. Eftir hádegi var gert hlé á þingfundinum og hefur það hlé verið framlengt nokkrum sinnum.

Mikill hiti hefur verið á Alþingi í vikunni vegna þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsóknaraðild að Evrópusambandinu. Tillagan hefur ekki enn verið tekin til umræðu enda standa umræður um skýrslu Hagfræðistofnunar enn yfir.