Þingfundir verða á Alþingi í dag í fyrsta sinn eftir jólaleyfi. Þetta þing verður styttra en venjulega vegna sveitastjórnarkosninga.

Á dagskrá þingsins eru meðal annars frumvörp vegna skuldaniðurfellinganna sem kynntar voru í lok nóvember, rammaáætlun um náttúruvernd og fleiri mála. Vorþingi mun svo ljúka fyrir komandi sveitastjórnarkosningar.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundar klukkan tíu í dag en klukkan hálftvö hefst svo þingfundur.