Neðri deild brasilíska þingsins hefur nú samþykkt að kæra skuli Dilmu Rousseff, forseta þjóðarinnar. Enn á eftir að samþykkja kæruna í efra þinginu, en þar þurfa 41 af 80 öldungarþingmönnum að samþykkja hana til þess að hún gangi í gegn. Frá þessu er sagt á vef Guardian .

Rousseff hefur sætt mikilli gagnrýni - meðal annars fyrir að hafa verið stjórnarformaður fyrirtækisins Petrobras sem átti hlut í spillingarskandal sem upplýst var um árið 2013. Þá höfðu hundruð milljarða króna mútur gengið milli manna. Dilma hefur þá verið forseti síðan 2011.

Mikil ólga hefur gripið um sig í Brasilíu og fleiri milljónir hafa mótmælt stöðu mála þar í landi. Efnahagskreppa ríður nú yfir, og gjaldmiðill þjóðarinnar, realið, hefur hríðfallið. Millistéttarfólk hefur þá verið sérstaklega hávært - ef marka má fréttaskýringu Vox um málið.