Tvö andvana mál eru á dagskrá Alþingis, að mati Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir alvarlega stöðu komna upp á Alþingi. Hann benti á það á þinginu í dag að eftir sérstakar umræður um stöðu sparisjóðanna verði tvö stór og umfangsmikil mál á dagskrá: stjórnarskrármálið og nýtt kvótafrumvarp. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, gagnrýndi sama fyrirkomulag í dagskrártillögu á Alþingi í gær og vildi að  iskveiðistjórnunarfrumvarpið yrði tekið af dagskrá en stjórnarfrumvarpið sett inn.

„Hverjum dettur í hug að hægt sé að afgreiða stjórnarskrármálið í dag?“ spurði Jón og lagði áherslu á að bæði málin væru svo umfangsmikil að ekki væri vinnandi vegur að að ljúka þeim báðum á þeim stutta tíma sem eftir er af þinginu. Nær væri að fjalla um þau mál sem nærri standi á hverjum degi, stöðu heimila og fyrirtækja, þar á meðal opinberra fyrirtækja.

„Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á þessi vinnubrögð. Þingið rís ekki undir ábyrgð sinni,“ sagði Jón.