Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, táraðist á þingflokksfundi Framsóknarflokksins á mánudaginn og sendi þingmönnum flokksins dramatískt bréf þar sem hún lýsti yfir vonbrigðum sínum með tillögur ríkisstjórnarinnar í skuldamálum. Fjallað er um málið í Kjarnanum í dag en þar segir að Elsa hafi fengið þá tilfinningu að hún hafi verið svikin. Kjarninn segir hana hafa átt erfitt með að ræða þessi mál við kjósendur á Akranesi þar sem margir hafi verið með væntingar um meiri skuldaniðurfellingar.

Í Kjarnanum segir jafnframt að ekki hafi verið ánægja með það á þingflokksfundi Framsóknarmanna, þar sem skuldaniðurfellingartillögurnar voru til umræðu, að lækka barna- og vaxtabótagreiðslur. Margir á fundinum hafi viljað ganga lengra í skuldamálunum, samkvæmt heimildum Kjarnans.