*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Erlent 7. maí 2019 12:30

Þingkosningar boðaðar í Danmörku 5. júní

Forsætisráðherra Danmerkur boðar til þingkosninga sem hann gæti tapað miðað við nýjustu skoðanakannanir.

Ritstjórn
Lars Lokke Rasmussen er forsætisráðherra Danmerkur.
european pressphoto agency

Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Lokke Rasmussen, leiðtogi Venstre, hefur boðað til þingkosninga 5. júní næstkomandi, 10 dögum eftir að evrópukosningar verða haldnar í landinu.

Samkvæmt skoðanakönnunum gæti meirihluti borgaraflokkanna í landinu fallið í kosningunum, en forsætisráðherrann þurfti að boða til þeirra í síðasta lagi 17. júní næstkomandi, en margir höfðu búist við að þær yrðu haldnar samhliða kosningunum til Evrópuþingsins 26. maí næstkomandi.

Í yfirlýsingu Rasmussen sagði hann heiminn á heljarþröm upplausnar, og listaði hann upp allt frá loftlagsbreytinga til farendakrísu þeirrar sem mikill fjöldi hælisleitenda í Evrópu hefur orsakað í stjórnmálum álfunnar, sem ástæðu þess að landið þyrfti áfram skýra og ábyrgan leiðtoga.

Samkvæmt Bloomberg fréttastofunni virðist þó Mette Frederiksen, leiðtogi Sósíaldemókrata verið í stöðu til að ná meirihlutanum, en hún hefur fært flokkinn í átt til ábyrgari innflytjendastefnu en fyrirrennarar hennar. Á sama tíma hafa fleiri flokkar barist um hylli kjósenda sem vilja harðari innflytjendastefnu, en þeir sem nú standa að ríkisstjórninni.

Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í lok síðasta mánaðar er vinstriblokkin líkleg til að fara með sigur af hólmi í kosningunum, en ríkisstjórn landsins í dag samanstendur af þremur flokkum hægriblokkarinnar með stuðningi Danska þjóðarflokksins.

Samkvæmt könnuninni skiptist stuðningur við flokkana í dag þannig, samanborið við kosningarnar árið 2015:

Vinstriblokkin:

  • Sósíaldemókratar - Fengu 26,0% og 47 sæti, en mælast nú með 28,7%
  • Rauðgrænir - Fengu 7,7% og 14 sæti, en mælast nú með 8,9%
  • Sósíalliberals - Fengu 4,5% og 8 þingmenn, en mælast nú með 7,0%
  • Sósíalíski þjóðarflokkurinn - Fengu 4,1% og 7 sæti, en mælast nú með 6,2%
  • Valkosturinn - Fengu 4,7% og 9 sæti, en mælast nú með 4,3%.

Hægriblokkin:

  • Venstre (Frjálslyndi flokkurinn) - Fengu 19,2% og 34 sæti, en mælast nú með 16,9%
  • Danski þjóðarflokkurinn - Fengu 20,8% og 37 sæti, en mælast nú með 14,4%
  • Íhaldsflokkurinn - Fengu 3,3% og 6 sæti, en mælast nú með 4,4%
  • Nýi Borgaraflokkurinn - Ekki á þingi, en mælast með 4,1%
  • Frjálslynda bandalagið - Fengu 7,4% og 13 sæti, en mælast nú með 3,2%