*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 20. október 2014 11:14

Þinglýstir kaupsamningar 112 talsins á höfuðborgarsvæðinu

Velta á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var rétt tæpir fjórir milljarðar króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 10. október til og með 16. október 2014 var 112. Í frétt Þjóðskrár kemur fram að þar af voru 79 samningar um eignir í fjölbýli, 22 samningar um sérbýli og 11 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 3.974 milljónir króna og meðalupphæð á samning 35,5 milljónir króna.

Á sama tíma var 14 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum, heildarveltan var 209 milljónir króna og meðalupphæð á samning 15 milljónir króna. Tíu kaupsamningum var þinglýst á Akureyri á sama tíma, heildarveltan var 231 milljón króna og meðalupphæð á samning 23,1 milljón króna.