Fjöldi þinglýstra kaupsamninga vegna fasteigna á höfuðborgarsvæðinu í fyrstu viku aprílmánaðar var 114 og er það fækkun frá fyrri viku þegar fjöldi samninga var 125. Fjöldinn var þó umtalsvert meiri en meðaltal síðustu 12 vikna sem var 78 samningar. Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár Íslands.

Alls var 88 samnignum þinglýst um eignir í fjölbýli og 19 um eignir í sérbýli en 7 samningum um aðrar eignir en íbúðarhúsnæði var þinglýst. Í fyrri viku var 91 samningi um eignir í fjölbýli þinglýst og 28 um sérbýliseignir.

Velta í fyrstu viku apríl var 4,7 milljarðar króna en velta í síðustu viku marsmánaðar var 3,3 milljarðar. Þar af leiðir að meðalvelta jókst mikið, var 41,5 milljónir á samning nú en 26,4 í síðustu viku mars.