Haraldur Einarsson (Myndin er fengin af vef Alþingis).
Haraldur Einarsson (Myndin er fengin af vef Alþingis).

Nokkur fjöldi þingmanna skráði sig fyrir „happadrætti“ í fjöldapósti sem Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi, sendi þeim 17. október síðastliðinn. Með „happadrættinum“ var að sjálfsögðu átt við happdrætti en Haraldur, sem notaði orðið í efni tölvupóstsins, var með sendingu sinni að leita eftir því hvort alþingismenn vildu kaupa happdrættismiða Fjálsíþróttasambansd Íslands til að standa straum af kostnaði þess, m.a. til að styðja við bak Aníta Hinriksdóttur og fleiri ungra íþróttamanna.

Í tölvupósti Haraldar kemur fram að miðarnir kosta 1.500 krónur og segir Haraldur það ekki mikið.

„Miðarnir eru ekki dýrir, kosta 1500 kr. hver, eins og tvöfaldur á barnum. Þið þekkið þetta. Margir og góðir vinningar, auk afsláttakorta sem fylgir hverjum miða, þannig að enginn tapar. Það eru helmingi meiri líkur á að vinna þegar keyptir eru tveir miðar.“

Fjöldi þingmanna skráði sig fyrir happdrættismiðum hjá Haraldi og margir keyptu tvo.

Viðskiptablaði hefur ekki náð sambandi við Harald í tengslum við vinnslu fréttarinnar.

Hér má sjá afrit af bréfi Haraldar til þingmanna.