Mikilvægt er að styrkja stöðu þingsins í vitund þjóðarinnar og taka mið af vaxandi óskum um þátttöku fólksins í ákvörðunum, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Í ræðu sinni við setningu Alþingis áréttaði Ólafur Ragnar mikilvægi lýðréttinda.

Hann vitnaði mikið til Jóns Sigurðssonar, oft nefnda frelsishetju þjóðarinnar, og fyrstu greinar hans um Alþingi í fyrsta árgangi Nýrra félagsrita árið 1841.

„Þróunin frá þessum tíma til lýðræðisskipunar okkar daga er á margan hátt byltingarkennd enda lýðræði ekki fastmótað form eða endastöð heldur vakandi leit, vegferð til aukins frelsis, framfara og ábyrgðar. Þó er kjarninn sá sami og fram kom í þessari grein Nýrra félagsrita, sýnin á kjörna fulltrúa og stöðu þingsins, tilganginn með störfum þess og aðhaldið frá þjóðinni þar orðuð á þann hátt að við skynjum öll að textinn geymir sígilt veganesti þótt tíðin sé breytt og verkefni flest annarrar ættar,“ sagði Ólafur.

Ræða Ólafs Ragnars Grímssonar