*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 11. nóvember 2013 15:38

Þingmenn fúlir yfir því hversu seint tillögurnar bárust

Þingmenn fengu tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar um svipað leyti og almenningur. Þeir segja hluta hafa skilað sér.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Guðlaugur Þór Þórðarson þingmenn karpa yfir smáatriðum. Þeir geti nálgast tillögur hagræðingarhópsins á netinu.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Þingmenn úr röðum stjórnarandstæðinga fannst hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hafa lagt tillögur sínar fullseint fram fyrir þingfund sem hófst í dag og væru þeir ekki komnir með tillögurnar í hendur. Þá sakaði Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra, hópinn um að hafa aðeins birt hluta þeirra skjala sem óskað var eftir. Áður höfðu þingmenn úr röðum stjórnarandstæðinga óskað eftir því að fá tillögurnar afhentar fyrr auk gagna.

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sem sæti á í hagræðingarhópnum, sagði að hún hafi fengið bréf frá forsætisráðuneytinu klukkan hálf þrjú í dag, rokið í að taka afrit af tillögunum og sett þær ásamt skýringum forsætisráðherra í hólf þingmanna nokkrum mínútum fyrir þingfundinn. Fundurinn hófst klukkan 15 í dag. Örfáum mínútum áður voru tillögurnar birtar á vefsíðu forsætisráðuneytisins.

Þá sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra geta upplýst þingmenn um að allt framundir lok síðustu viku voru tillögur hagræðingarhópsins á vinnslustigi og því ómögulegt að verða við beiðni um að afhenda tillögur nefndarinnar.  „Ákvörðun var tekin um það í lok síðustu viku að birta tillögurnar í dag,“ sagði hann. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem jafnframt átti sæti í hagræðingarhópnum, sagðist ekki skilja hvað þingmenn væru að kvarta.  „Ég átta mig ekki á vandamálinu hér. Uppýsingarnar eru hér og á veraldarvefnum,“ sagði hann og bætti reyndar við að hann geti ekki borið þetta mál saman við þrautagöngu sína, það er beiðni um ýmsar upplýsingar sem hann hafi lengi beðið eftir og fengið svar eftir dúk og disk. „Þegar menn eru með allt í höndunum og tala um mínútur til eða frá þá átta ég mig ekki á því máli.“