Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra frestaði fundum Alþingis laust eftir klukkan þrjú í nótt fram til 14. janúar.

Fjölmörg frumvörp urðu að lögum í gærkvöld og nótt, þeirra á meðal ráðstafanir í ríkisfjármálum, hinn svokallaði bandormur, fæðingar- og foreldraorlof, barnalög, sala á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum og um loftslagsmál.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir frá því að hlé hafi verið gert á þingstörfum við upphaf atkvæðagreiðslu þar sem kanna þurftir hvort stjórnarliðar væru allar viðstaddir. Meirihluti þeirra var tæpur.