Óánægja ríkir innan þingflokks Samfylkingarinnar vegna yfirlýsingar Árna Páls Árnasonar, formanns flokksins, um að stjórnarskrármálið verði ekki klárað fyrir þinglok. Í DV í dag segir m.a. að svo virðist sem ekki hafi verið haft samráð við þingmenn flokksins. Nokkrir þingmenn sem blaðið ræðir við segja Árna Pál hafa komið þeim í opna skjöldu.

„Þetta kom mér gjörsamlega á óvart,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, í samtalið við DV.

Blaðið segir mikinn hita í þingmönnum Samfylkingarinnar og VG. Í tengslum við þetta er greint frá því að árshátíð Alþingis hafi verið haldin í Súlnasal Hótels Sögu á laugardag. Árni Páll mætti ekki á árshátíðina.

Árni Páll sagði í hádegisfréttum RÚV á laugardag enga leið að klára stjórnarskrármálið á þeim stutta tíma sem eftir sé af þinginu.

„Þess vegna skiptir miklu máli að verja þessar framsæknu hugmyndir sem eru í stjórnarskránni og tryggja þeim lí finn í næsta kjörtímabil,“ sagði Árni Páll.