Bandarísku þingmennirnir Patty Murray og Paul Ryan, sem sitja í samninganefnd hafa náð saman um fjárlög bandaríska ríkisins. Fjárlögin , sem hafa staðið í þingheimi síðan í október, á eftir að leggja bæði fyrir fulltrúadeild bandaríska þingsins og öldungadeildina. Verði þau samþykkt verður komið fyrir að fjölmörgum stofnunum og söfnum á vegum bandaríska ríkisins verði lokað á nýjan leik  um miðjan janúar á næsta ári.

Þetta varð uppi á teningnum í hálfan mánuð í fyrri hluta október þegar hluti af frumvarpi ríkisstjórnarinnar um sjúkratryggingar stóð í þingheimi og kom í veg fyrir að andstæðir pólar á þingi næðu saman um að loka fjárlögum.