Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Framsóknarflokks, hefur komið víða við á starfsævinni. Hann er í hópi þeirra þingmanna sem hafa hvað mesta reynslu úr atvinnulífinu og hefur sjálfur verið ötull í fjárfestingum og frumkvöðlastarfi. Frosti var kjörinn á þing árið 2013. Frosti er uppal

Frosti segir að starf þingmanna sé ekki vel launað, miðað við önnur störf sem þingmönnum standi gjarnan til boða. Þar fyrir utan verði einkalíf og fjölskylda þingmanna fyrir álagi, auk þess sem stjórnmálaumræða sé oft mjög hörð. „Umræða um stjórnmálamenn getur verið óvægin og oft ósanngjörn, sérstaklega á netmiðlum.“ Þingmenn séu þannig gjarnan úthrópaðir að ósekju, jafnvel sem landráðamenn. „Ég held að það geti orðið erfitt að fá fólk í þingmennsku ef það þarf að starfa undir stöðugri reiði á Austurvelli.“

Frosti segir að hætt sé við að margt hæft fólk verði afhuga þingmennsku af ofangreindum ástæðum og hugsi með sér að það vilji frekar gera eitthvað annað. „Þingið þarf vissulega aðhald og gagnrýni en svona mikil læti og reiði eru varla til góðs. Flestir þingmenn gætu fundið sér skemmtilega vinnu þar sem enginn kallar þá ljótum nöfnum eða gerir þeim upp illan ásetning.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .