Komandi alþingiskosningar fela ekki eingöngu í sér hverjir munu stjórna landinu næstu fjögur árin heldur eiga flokkarnir töluverða fjárhagslega hagsmuni undir niðurstöðu kosninganna. Velgengni í kosningunum getur falið í sér umtalsverðan fjárhagslegan ágóða en að sama skapi getur mikið fylgistap frá síðasta kjörtímabili falið í sér fjárhagslegt tap svo um munar.

Árlega er úthlutað fé úr ríkissjóði til þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi eða hafa fengið a.m.k. 2,5% atkvæða í alþingiskosningum. Fjárhæðinni er úthlutað eftir atkvæðamagni.

Samkvæmt fjárlögum þessa árs nema framlög til stjórnmálaflokka um 290 milljónum króna, en þau hafa farið lækkandi á þessu kjörtímabili. Ef við gefum okkur að framlagið haldist óbreytt á næsta kjörtímabili verður framlagið þá tæpir 1,2 milljarðar króna úr vösum skattgreiðenda. Hér er eingöngu um að ræða það fjármagn sem úthlutað er á fjárlögum hvers árs.

Væntanleg úthlutun til stjórnmálaflokka á næsta kjörtímabili.
Væntanleg úthlutun til stjórnmálaflokka á næsta kjörtímabili.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.