Eins og áður hefur komið fram sigraði Árni Páll Árnason, þingmaður og fv. ráðherra, nokkuð örugglega í formannskjöri í Samfylkingunni. Úrslitin voru kynnt í morgun en Árni Páll fékk um 62%.

Árni Páll sagði í þakkarræðu sinni að Samfylkingin hefði háð of mörg stríð á kjörtímabilinu án árangurs. Þannig má segja að Árni Páll hafi dregið línu í sandinn á milli sín og fráfarandi formanns, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

Í samtali við VB Sjónvarp var Árni Páll spurður nánar út í þessi orð og fyrri ummæli sín um nýja nálgun á stjórnmálin.