Barack Obama Bandaríkjaforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, bundust höndum saman áður en leiðtogafundur 20 helstu iðnríkja hófst í Mexíkó í dag og ákváðu að vinna saman að því að því að vinna á skuldakreppunni á evrusvæðinu. Fréttamiðillinn MarketWatch segir Merkel ætla að gera allt sem í valdi sínu standi til að koma í veg fyrir að skuldavandinn leiði til þess að myntbandalagið molni í sundur.

Skuldakreppan er í aðalhlutverki á leiðtogafundinum enda hafa fundargestir eðlilega áhyggjur af áhrifum vandans á heimshagkerfið, líkt og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði á fundinum í dag. Ekki bætir úr skák að stjórnarmyndunarviðræður ganga ekki jafn vel á Grikklandi og væntingar voru um.