Í ár eru 25 ár liðin síðan ASÍ, VSÍ og VMSS skrifuðu undir kjarasamning sem nendur var þjóðarsáttasamningur. Sama daga gekk BSRB og ríkið frá svipuðum samningi. Um þessa samninga verður fjallað á fundi Félags viðskiptafræðing og hagfræðinga á þriðjudaginn og farið verður yfir stöðuna í dag fyrir komandi kjarasamninga. Fundurinn fer fram á Grand hótel kl.12-13.15.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra opnar fundinn og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur ræður um minninguna um Einar Odd Kristjánsson og þjóðarsáttina. Í kjölfarið munu Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, fjalla um ástand og horfur á vinnumarkaði.

Fundarstjóri er Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis.