Í stjórnarsáttmála væntanlegrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins er talað um að lögð verði til hliðar vinnu við rammaáætlun 3 í orkumálum, að því er Morgunblaðið greinir frá, en ekki hefur tekist að afgreiða hana út úr þinginu.

Þess í stað verði hafin vinna við nýja rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, rammaáætlun 4, ásamt því að hafin verði uppbygging á dreifikerfi raforkunnar. Jafnframt er talað um í stjórnarsáttmálanum að þjóðarsjóði verði komið á sem verði fyrst og fremst fjármagnaður með arði af orkuauðlindum.

Eins og Viðskiptablaðið hefur þegar fjallað um er stefnt að því að í gera töluverðar breytingar á skattkerfinu, með hækkun fjármagnstekjuskatts, sem miðaður verður við raun-, ekki nafnávöxtun sem og mögulega verður opnað fyrir fleiri frádráttarliði, auk lækkunar neðra þreps tekjuskatts.

Einnig hefur Viðskiptablaðið greint frá því að gera á heildarendurskoðun á fjármálakerfinu og selja hluta af eignum ríkisins í bönkunum..