Félag viðskipta- og hagfræðinga efndu til hádegisviðburðar á dögunum í samstarfi við Hagsmunafélag kvenna í hagfræði, sem bar yfirskriftina: Þjóðhagsvarúð: hagstjórn í litlu opnu hagkerfi. Fundarstjóri var Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar hjá Íslandsbanka.

Sigríður Benediktsdóttir hélt aðalerindi fundarins, sem fram fór í höfuðstöðvum Arion banka, en hún er fyrirlesari við Yale háskóla og situr í bankaráði Landsbankans. Hún var skipuð í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið árið 2008 og átti sæti í kerfisáhætturáði Danmerkur 2013- 2016. Hún var framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands frá 2011 til ársins 2016, en auk þess hefur hún starfað hjá Seðlabanka Bandaríkjanna, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og Hugviti hf.

Í pallborði voru svo þau Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri.

Fundur um Þjóðhagsvarúð
Fundur um Þjóðhagsvarúð
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Brynja Jónbjarnardóttir, hagfræðingur í stjórn Hagsmunafélags kvenna í hagfræði og starfsmaður markaðsteymis Hugsmiðjunnar, lét sig ekki vanta á fundinn.

Fundur um Þjóðhagsvarúð
Fundur um Þjóðhagsvarúð
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Aðalræðumaður fundarins, Sigríður Benediktsdóttir, bankaráðsmaður Landsbankans, er ekki óvön fyrirlestrum, enda fyrirlesari við Yale háskóla, en áður var hún framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum.

Fundur um Þjóðhagsvarúð
Fundur um Þjóðhagsvarúð
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður Félags viðskipta- og hagfræðinga og fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, sat með Þórarni Hjálmarssyni, aðjúnkt við Háskóla Íslands.

Fundur um Þjóðhagsvarúð
Fundur um Þjóðhagsvarúð
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Anna Lilja Johansen, meðeigandi í tískuvörumerkinu Another Creation og fyrrverandi forstjóri Malla Johansen, var einbeitt á svip meðan hún hlustaði á það sem fram fór.

Fundur um Þjóðhagsvarúð
Fundur um Þjóðhagsvarúð
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hlustaði íbygginn á það sem fram fór.

Fundur um Þjóðhagsvarúð
Fundur um Þjóðhagsvarúð
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar HÍ, og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri hlustuðu nokkuð kímin á svip á fyrirlesturinn áður en þau stigu sjálf á stokk til að taka þátt í pallborðsumræðunum.

Fundur um Þjóðhagsvarúð
Fundur um Þjóðhagsvarúð
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Góður hópur kvenmanna mætti á fundinn til að hlýða á fyrirlesturinn og pallborðsumræðurnar, enda var hann haldinn í samstarfi við Hagsmunafélag kvenna í hagfræði.

Fundur um Þjóðhagsvarúð
Fundur um Þjóðhagsvarúð
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Í pallborði voru þau Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar HÍ, Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri, Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild HÍ og formaður bankaráðs Seðlabankans, auk Katrínar Ólafsdóttur, lektors við viðskiptafræðideild HR, sem situr í peningastefnunefnd Seðlabankans.