Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, slógu í gær á hugmyndir um beitingu þjóðhagsvarúðartækja á borð við hámarkslánahlutfall til að hemja verðhækkanir á fasteignamarkaði og þar með verðbólgu.

Á kynningarfundi vegna ákvörðunar peningastefnunefndar um að hækka stýrivexti í gær sögðu þau þjóðhagsvarúðartækin ekki á forræði peningastefnunefndar, auk þess sem hlutverk þeirra væri ekki að slá á verðbólguþrýsting heldur varðveita fjármálastöðugleika. Í samræmi við það væri það fjármálastöðugleikanefnd sem færi með þau völd, og beitti þeim í þeim tilgangi.

Margir höfðu spáð því að sökum mikilla áhrifa hækkandi fasteignaverðs á verðbólgu nýverið myndi bankinn beita tækjunum til að hemja þann þátt sérstaklega, í stað þess eða til viðbótar við að beita vaxtahækkunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .