Starfsemi Þjóðhátíðarsjóðs er lokið og fór síðasta styrkveitingin til Stofnunar Árna Magnússonar. Sú upphæð nam tæplega 900 þúsund krónum og er til viðgerðar á Flateyjarbók. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi og styrkjum hefur verið úthlutað árlega í 34 ár. Þetta kemur fram á vef Seðlabanka Íslands.

Árið 2006 var skipulagsskrá sjóðsins breytt og ákveðið var að leggja skyldi niður Þjóðhátíðarsjóð. Ákveðið ar að ráðstafa öllu fé sjóðsins til styrkveitinga til ársins 2011 en síðustu fjármunirnir fóru til Stofnunar Ána Magnússonar.