*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 18. febrúar 2017 16:02

Þjóðvegur 2 um Vestfirði gæti verið segull

Ruðningsáhrif af því að einkaaðilar kæmi að fjármögnun vega í kringum höfuðborgina væri meiri kraftur í uppbyggingu á landsbyggðinni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Nýr ráðherra samgöngumála, Jón Gunnarsson, hefur ákveðið að láta skoða hvort fýsilegt kunni að vera að einkaaðilar komi að uppbyggingu helstu leiða til og frá höfuðborginni.

„Ef það verður mikil andstaða við þessar tillögur höfum við þann valkost að gera þetta á miklu lengri tíma. En ruðningsáhrifin væru þau að það fjármagn sem kæmi úr ríkissjóði á hverju ári gæti farið í önnur verkefni í stað þess að fara í þessi tilteknu fjárfreku og þungu verkefni.

Þá myndi losna um mikið fjármagn sem hægt væri að beina út um allt land sem og mögulega í aðra uppbyggingu á umferðarmannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu.“
Í þessu samhengi nefnir Jón möguleikann á að koma heilsárssamgöngum á þar sem upp á það hefur vantað hingað til.

„Það bíða okkar risavaxin verkefni sem eru gríðarlega brýn, sem skipta öllu máli fyrir stór landsvæði og uppbyggingu í atvinnulífi á þeim. Ég nefni verkefni eins og Dettifossveginn, einnig lagningu vegar um Teigsskóg, Dýrafjarðargöng sem eru komin í gang og síðan þarf að fara í framkvæmdir við Dynjandisheiði í framhaldinu,“ segir Jón.

Jón segir að frekari uppbygging á landsbyggðinni geti hjálpað til við að dreifa ferðamönnum betur um landið, til að mynda með hringvegi um Vestfirði sem myndi opna þann landshluta fyrir ferðamönnum.

„Mér finnst uppbyggingin vera gríðarlega mikilvæg fyrir þetta svæði, ekki síst með tilliti til þeirrar atvinnustarfsemi sem þarna er að byggjast upp með öflugri hætti en við höfum séð í áratugi, til dæmis í fiskeldinu.

Af þessu mun augljóslega leiða að ferðaþjónustan mun eflast,“ segir Jón sem tekur ekki illa í hugmyndir um að slíkur hringvegur gæti fengið nafngiftina þjóðvegur 2 til að trekkja að ferðamenn.

„Mér finnst það alveg vera hugmynd sem megi ræða, en aðalatriðið er að búa til barnið áður en þú skírir það.

Það er alveg ljóst að ferðaþjónustan þarf, og þar spila samgöngumál stórt hlutverk, að búa til fleiri svokallaða segla, við höfum Gullfoss og Geysi, það er Gullna hringinn, sem er í raun ofsetinn í dag svo við þurfum fleiri slíka segla.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is