Gleðin hlýtur að hafa verið mikil í fjármálaráðuneyti Þýskalands fyrir skömmu þegar glöggir baunateljarar uppgötvaði áður óþekkta peningaeign. Það var heldur engin smáeign, samtals 55 milljarðar evra. Ástæðan fyrir þessari nýfundnu eign er reiknivilla við þjóðnýtingu Hypo Real Estate bankans árið 2008 og fyrir vikið mun skuldastaða ríkisjóðs verða 2,6 prósentustigum lægri um áramót en áður var talið, eða 81,2% samkvæmt frétt BBC.

Reiknivillan mun hafa átt sér stað hjá bankanum HRE FMS Wertmanagement.