Þýski seðlabankinn hefur lækkað hagvaxtarhorfur lítillega og gerir ráð fyrir 0,3% hagvexti þar á þessu ári í stað 0,4%. Þá er gert ráð fyrir 1,5% hagvexti á næsta ári. Fyrri spá hljóðaði upp á 1,9% hagvöxt. Þrátt fyrir þetta er bjartara yfir þýsku efnahagslífi enda evrusvæðið komið í gegnum verstu þrengingarnar, að mati bankans.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir um hagspánna að þrátt fyrir þetta telji seðlabankinn þýskt efnahagslíf ekki komið í öruggt skjól enda mikið verk eftir til að koma evruríkjunum á réttan kjöl eftir skuldakreppuna og litar það hagspá bankans.