*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Erlent 22. júní 2018 11:57

Þjóðverjar hagnast á skuldakrísu Grikkja

Þýska ríkið hefur hagnast um því sem nemur 367 milljörðum króna á björgunaraðgerðum í tengslum við skuldakrísu Grikklands.

Ritstjórn
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
european pressphoto agency

Þýska ríkið hefur fengið 2,9 milljarða evra, eða rúmlega 367 milljarða íslenskra króna, í hreinar vaxtatekjur vegna lána til gríska ríkisins frá árinu 2010. Þetta kemur fram í svari þýskra stjórnvalda við fyrirspurn Græningjaflokksins. Fjallað er um málið á Die Zeit.

Tekjurnar eru einkum tilkomnar vegna kaupa Bundesbank, þýska seðlabankans, á grískum ríkisskuldabréfum í tengslum við björgunaraðgerðir evrópska seðlabankans og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) frá árinu 2010. Þýska ríkið hefur verið stærsti lánveitandinn í þeim aðgerðum.

Björgunaraðgerðunum var ætlað að afstýra greiðsluþroti gríska ríkisins í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar árið 2008. Eftir kreppuna viðurkenndu grísk stjórnvöld að þau höfðu um árabil gefið út rangar tölur um skuldastöðu landsins - sem reyndist vera mun verri en opinberar hagtölur höfðu gefið til kynna. Fór svo að lánalínur til Grikklands lokuðu. 

Samkvæmt svari þýskra stjórnvalda námu uppsafnaðar vaxtatekjur Bundesbank um 3,4 milljörðum evra árið 2017. Voru þær tekjur millifærðar í ríkissjóð Þýskalands.

Árið 2013 voru 527 milljónir evra greiddar til gríska ríkisins og ári síðar voru 387 milljónir greiddar til björgunarsjóðs ESB. Tengdust þær millifærslur skuldbindingum gríska ríkisins um niðurskurð í ríkisfjármálum og nauðsynlegar umbætur í vegna fjárhagsaðstoðarinnar. 

Þar að auki námu hreinar vaxtatekjur ríkisbankans KfW vegna grískra lána um 400 milljónum evra. Nam hagnaður þýska ríkisins á björgunaraðgerðum í Grikklandi því um 2,9 milljörðum evra.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is