Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra Þýskalands sagði í ræðu í dag á þýska þinginu í dag að ríkisstjórn landsins myndi halda fast við þá kröfu að almennir lánadrottnar Grikklands myndu deila áhættunni af aðstoðinni við Grikkland, ásamt skattgreiðendum.

Þýsk stjórnvöld sendu á dögunum bréf til Evrópska seðlabankans og aðildarríkja ESB.  Í bréfinu var lagt til að skuldabréfaeigendur framlengdu bréf sín um sjö ár.

Það myndi þýða að fjárfestar sem eiga skuldabréf á þýska ríkið munu samstundist tapa samfara slíkri áhættu. Óvíst er hversu mikið tapið yrði.

Jean Claude Trichet bankastjóri Evrópska seðlabankans varaði í gær við því að blanda öðrum lánadrottnum í lausn vandans í Grikklandi og sagði að það jafngilti greiðslufalli Grikklands. Slíkt væri gríðarleg mistök og myndi skaða bata fjármálakerfisins.