Innanríkisráðherra Þýskalands hefur nú sagt að Angela Merkel hafi samþykkt nýjar löggjafir sem til þess eru fallnar að berjast mót hryðjuverkum. Helst munu lögin koma til með að bæta og auka við upplýsingaflæði milli leyniþjónusta og þekkingarstofnana í öðrum löndum.

„Alþjóðleg hryðjuverkasamtök eru, eins og nafnið gefur til kynna, alþjóðlega samtengd,“ sagði Thomas de Maiziere innanríkisráðherra Þýskalands. „[Vestræn ríki] þurfa að tengja öryggisþjónustur sínar betur saman.“

Þýskir lögreglufulltrúar munu þá hafa auknar heimildir til þess að taka á sig leynilögreglustarfsemi - sérstaklega til þess að koma flugumönnum inn í smyglarasamtök.

Þá verður þess einnig krafist að notendur fyrirframgreiddrar farsímaþjónustu sýni skilríki við kaupin. Þetta er gert í þeim tilgangi að gera notkun slíkra símkerfa erfiðari fyrir hryðjuverkamenn sem nota þau til þess að forðast eftirlit.