Þýskaland hefur hafnað beiðni Grikkja um  framlengingu lánasamninga gagnvart erlendum lánardrottnum. BBC News greinir frá þessu.

Grikkir fóru fram á sex mánaða framlengingu á fjárhagslegri aðstoð frá alþjóðasamfélaginu. Óskuðu þeir ekki eftir framlengingu á núgilandi björgunarpakka, sem mun renna út næstu mánaðamót, heldur vildu þeir gera nýtt samkomulag til sex mánaða.

Talsmaður þýska fjármálaráðuneytisins sagði tillöguna hins vegar ekki nógu vel ígrundaða til þess að leysa málið. Þá væri hún ekki í takti við hugmyndir aðila innan evrusvæðisins, sem vilja að forsendur núgildandi björgunarpakka haldi sér.