Stærstu bankar Þýskalands vantaði um síðustu áramót 14 milljarða evra, jafnvirði rúmlega 2.200 milljarða íslenskra króna, til að uppfylla nýjustu eiginfjárreglur, Basel III. Þeir þurfa því að afla aukins fjár áður en reglurnar verða innleiddar árið 2019. Þetta er mat þýska fjármálaeftirlitsins. Á meðal bankanna eru Deutsche Bank og Commerzbank.

Breska dagblaðið Financial Times segir eftirlitið m.a. mæla með því að bankarnir losi sig við óæskilegar eignir sem hafi haft neikvæð áhrif á efnahagsreikning bankanna og endurmeti áhættuþætti.