Fjármálaráðherra Evrópusambandsríkja funduðu í Brussel í gær um skuldavanda ríkja sambandsins og mögulega stækkun á björgunarsjóði evruríkjanna. Honum er ætlað að vera til taks ef ríki lendir í ógöngum vegna skulda. Hafa Írar og Grikkir þegar þurft að leita til hans og telja margir að sjóðinn þurfi að stækka, ef ske kynni að fleiri ríki þarfnist aðstoðar.

Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal. Frekari stækkun stendur einna helst á Þjóðuverjum, stærsta efnahagssvæðis innan ESB og jafnframt þess valdamesta í ljósi betri efnahagsstöðu en flestra annarra ríkja. Telja ráðamenn í Þýskalandi ekki sé þörf á að auka heimild sjóðsins til lántöku á markaði en heimildin nemur nú 440 milljörðum evra. Fundarhöldum verður haldið áfram í dag.

Þjóðverjar eru tregir til að taka á sig frekari ábyrgðir vegna skulda annarra evruríkja. Sérstaklega hefur verið horft til Portúgals og Spánar á síðustu vikum og líkur taldar á að ríkin þurfi á aðstoð að halda. Skuldabréfaútboð sem haldin voru í siðustu viku róuðu þó markaði að einhverju marki, en þar tókst báðum ríkjum að afla sér fjármagns á markaði.