Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, hefur farið fram á að fjármál Frakka verði skoðuð. Menn hafa áhyggjur af því að vandamál í fjármálum Frakka geti smitast yfir í önnur lönd í Evrópu. Þetta kemur fram á síðu The Telegraph.

Schaeuble á að hafa farið fram á að lagðar verði fram tillögur á lausnum fyrir Frakka. Ef þetta verður gert er það í fyrsta skipti í 49 ár sem þýska nefndin gerir skýrslu um annað land en Þýskaland.