Á síðasta ári var 24 fartölvum af nýjustu gerð stolið úr breska þinginu og úr hinum ýmsu ráðuneytum. Sagt er frá þessu á fréttabloggi Guido Fawkes.

Auk tölvanna var þremur iPad spjaldtölvum og 37 Blackberry farsímum auk 560 öryggispassa, sem notuð eru til að komast inn á annars lokaðar byggingar.

Kostnaður vegna þjófnaðarins nemur alls 34.737 pundum, andvirði um 6,2 milljóna króna.