*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Innlent 30. ágúst 2018 11:40

Þjónusta Netgíró fellur undir neytendavernd

Umræða hefur verið í gangi um rétt neytenda til endurgreiðslu, t.d. hjá flugfélögum og ferðaskrifstofum, ef greitt er með kreditkortum eða Netgíró greiðslum.

Ritstjórn
Helgi Björn Kristinsson, framkvæmdastjóri Netgíró.
Haraldur Guðjónsson

„Öll sú þjónusta eða þær vörur sem greiddar eru með NETGÍRÓ falla undir lög um neytendavernd. Það þýðir í raun að viðskiptavinir Netgíró fá endurgreitt, sé sú vara eða sú þjónusta sem þeir hafa greitt fyrir, ekki afhent. Þetta kemur fram í lögfræðiálitum sem Netgíró lét vinna,“ þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Netgíró.

Umræða hefur verið í gangi um rétt neytenda til endurgreiðslu, t.d. hjá flugfélögum og ferðaskrifstofum, ef greitt er með kreditkortum eða Netgíró greiðslum. Lá fyrir að misjafnar skoðanir voru hjá lögspekingum um málið og réttaróvissa einhver.

„Við vildum vera sannfærð og tryggja rétt okkar viðskiptavina og eyða öllum vafa um lagalega óvissu sem hefur ríkt í þessu máli. Við hjá Netgíró óskuðum því eftir fleiri en einu lögfræðiáliti og á meðan þessi álit lágu ekki fyrir vildum við ekki fullyrða neitt sem við gætum ekki staðið við, en nú hefur þessari óvissu verið eytt. Réttur neytenda er fullkomnlega tryggður með greiðslum með Netgíró,“ segir Helgi Björn Kristinsson, framkvæmdastjóri Netgíró.

„Réttindi og öryggi viðskiptavina okkar skipta okkur höfuðmáli og við munum halda áfram að tryggja slíkt með öllum leiðum. Á sama tíma er mikilvægt að fyrir öllum yfirlýsingum réttindi og skyldur sé innistæða og við viljum frekar vanda til verka en að hrapa að ályktunum,“ segir Helgi Björn.

Stikkorð: Netgíró