Komatsu jarðýta frá Ístaki með vélstýribúnaði frá Ísmari
Komatsu jarðýta frá Ístaki með vélstýribúnaði frá Ísmari
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sá atvinnugeiri sem skuldar mest er þjónusta , samkvæmt svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar. Gunnar Bragi spurði hverjar áætlaðar skuldir atvinnugreina eru, sundurliðað eftir atvinnugeirum.

Á eftir þjónustu kemur námugröftur og iðnaður , en skuldirnar nema um 183 milljörðum. Skuldir sem falla undir atvinnugeirann fiskveiðar eru tæplega 150 milljarðar. Samtals nema skuldirnar um 1.110 milljörðum króna.

Svarið byggir á upplýsingum sem Seðlabanki íslands tekur saman um útlán innlánsstofnana til fyrirtækja. Engin opinber stofnun hefur upplýsingar um endanlega skuldastöðu fyrirtækja eftir atvinnugeirum, segir í svari ráðherra.