Veitingar í Leifsstöð
Veitingar í Leifsstöð
© BIG (VB MYND/BIG)
Útflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi 2011 var 58,2 milljarðar en innflutningur á þjónustu 60,4 milljarðar, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar . Þjónustujöfnuður við útlönd á fyrsta ársfjórðungi var því neikvæður um 2,2 milljarða króna.

Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi og afgangur vegna þeirrar þjónustu var um 9,3 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam halli á þeirri þjónustu um 8,1 milljarði. Halli á ferðaþjónustu var um 3,5 milljarðar.