Útflutningur á þjónustu á fjórða ársfjórðungi 2010 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 68,0 milljarðar en innflutningur á þjónustu 66,3 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 1,7 milljarða króna.

Samgöngur er stærsti þjónustuliður bæði í útflutningi og innflutningi á þjónustu og afgangur vegna þeirrar þjónustu var um 8,0 milljarðar en afgangur vegna annarar þjónustu reyndist vera um 0,5 milljarðar. Aftur á móti var halli á ferðaþjónustu um 6,8 milljarða.

Hagstofan birtir í dag gögn um viðskiptajöfnuð.

Samkvæmt bráðabirgðatölum er útflutningur á þjónustu 308,2 milljarðar á árinu 2010 en innflutningur á þjónustu 264,2 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd á árinu 2010 var því jákvæður um 44,0 milljarða.

Samgöngur skiluðu 58,9 milljarða afgangi á árinu 2010 samkvæmt bráðabirgðatölum og ferðaþjónusta 2,1 milljarða afgangi. Á móti kom að halli var á annarri þjónustu um 17,0 milljarða.

Tölur um þjónustujöfnuð við útlönd fyrir árið 2010 eftir ítarlegri flokkun og löndum verða birtar 31. ágúst 2011.

Verkefnið þjónustuviðskipti við útlönd er enn í þróun hjá Hagstofu Íslands. Áður útgefnar tölur eru endurskoðaðar samhliða því að nýjar tölur eru gefnar út. Þessi endurskoðun leiddi af sér í þetta sinn breytingar í öllum ársfjórðungum 2009 og 2010.

Frétt Hagstofunnar .