Þóknananefnd, nefnd á vegum fjármálaráðuneytisins, ákvað laun 58 einstaklinga sem störfuðu í nefndum og stjórnum á vegum ríkisins í fyrra. Nefndin tekur við erindum frá ráðuneytum vegna starfa fyrir nefndir og stjórnir, metur hæfilega þóknun og tilkynnir viðkomandi ráðuneyti niðurstöðuna, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu.

Heildarupphæð þessara launa nam um 7 milljónum króna í fyrra og voru meðallaunin því 121 þúsund krónur. Það er 16% hærri upphæð en hver einstaklingur fékk að meðaltali árið 2014.

Í þóknananefnd sitja Gunnar H. Hall, Ingunn M. Hilmarsdóttir og Þórhallur Arason. Hvert þeirra fær 280 þúsund krónur á ári fyrir störf sín.