Flugfélagið Thomas Cook var gert að hætta umsvifalaust allri starfsemi í nótt (aðfararnótt mánudags) þegar ljóst var að samningafundir við kröfuhafa félagsins myndu ekki skila árangri. Flugfélagið breska er rótgróið fyrirtæki með 178 ára sögu að baka og er óttast að 22 þúsund starfsmenn félagsins (þar af starfa 9 þúsund á Bretlandi) missi vinnuna, að því er fram kemur í frétt á vef BBC .

Unnið er að því að leysa úr vanda þeirra 150 þúsund breskra ferðamanna sem eiga bókað flug með félaginu, en samtals er talið að gjaldþrotið hafi áhrif á 600 þúsund manns. Í dag er talið að 15 þúsund ferðalangar eiga bókað flug í dag. Stjórnvöld á Bretlandi hafa tekið 45 farþegaþotur á leigu til að greiða úr vandræðum ferðalanga, en þessi tímabundni flugfloti ríkisins verður sá fimmti stærsti á Bretlandi á meðan aðgerðum stendur.

Samkvæmt upplýsingum frá ISVIA  mun gjaldþrotið hafa lít­il eða eng­in áhrif hér­lend­is, en fyr­ir­tækið flýg­ur ekki hingað til lands. Þetta staðfest­ir Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, í svari við fyr­ir­spurn mbl.is .

Bresk flugmálayfirvöld stöðvuðu í nótt alla starfsemi fyrirtækisins þegar í ljós kom að samningaumleitanir við kröfuhafa myndu ekki skila árangri. Thomas Cook fékk stórt neyðarlán í nýliðnum ágúst en kröfuhafar félagsins voru ekki reiðubúnir að lengja frekar í fjármögnun félagsins. Að því er BBC kemst næst þá sótti félagið um neyðarlán til breskra yfirvalda upp á 250 milljónir punda og þegar því var hafna var félaginu gert að stöðva allan rekstur.

Samgönguráðherra Bretlands, Grant Shapps, sagði ákvörðuna hafa verið tekna í ljósi þess að lánið hefði einungis haldið dugað til að halda starfseminni áfram í stuttan tíma. Gjaldþrot hafi verið óumflýjanlegt.