Mark Thompson hefur verið ráðinn forstjóri New York Times. Thompson er nú framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins BBC og hefur starfað þar síðan árið 2004. Þetta kemur fram á The Guardian.

Thomspon tekur við af Janet Robinson sem tilkynnti óvænt uppsögn sína í desember sl. Thompson hafði áður gefið upp að hann myndi hætta hjá BBC eftir Ólympíuleikana.

Stjórnarformaður New York Times segir reynslu Thompson af stjórnun hjá BBC geri hann mjög hæfan í starfið.