Wood & Company veitir bestu greiningarþjónustu í Tékklandi samkvæmt könnuninni Thomson Reuters Extel Pan European Survey.

Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. á 50% hlut í Wood & Company, sem er með höfuðstöðvar í Prag.

Könnunin er sögð sú umfangsmesta sem gerð er á þjónustu fjármálafyrirtækja í Evrópu og fór nú fram í 35. sinn. Byggt var á svörum ríflega 7.500 sérfræðinga á sviði fjárfestinga sem starfa í 63 löndum um allan heim.

Niðurstaðan í flokknum Top Brokerage Firms - European Emerging Markets Research – Czech Republic varð eftirfarandi:

  1. Wood & Company 27,12%
  2. UBS 13,37%
  3. UniCredit Markets & Investment Banking 11,81%

Sérfræðingar fyrirtækisins urðu einnig hlutskarpastir í flokknum Top Investment Analysts – European Emerging Markets Research – Czech Republic:

  1. Jiri Stanik, Wood & Company 21,34%
  2. Bram Buring, Wood & Company 19,40%
  3. Dan Karpisek, UniCredit Markets & IB 13,58%

Um er að ræða einu verðlaunaflokkana í könnuninni sem lúta sérstaklega að Tékklandi.

„Við erum mjög stolt af þessum árangri og þykir vænt um að sjá hve vel viðskiptavinir okkar kunna að meta þjónustu okkar,“ segir Andrea Ferancova, einn eigenda og framkvæmdastjóra Wood & Company í tilkynningu frá félaginu.

„Þetta er okkur hvatning til að halda áfram að þróa og bæta greiningarþjónustuna til að tryggja að hún veiti viðskiptavinum okkar dýrmætt forskot hér eftir sem hingað til.“

Upplýsingar um Thomson Reuters Extel Survey má nálgast hér.