Varðskipið Þór, sem kom til landsins í gær, er vopnlaust sem stendur. Reyndar verður hann ekki varnarlaus mjög lengi, því á landinu er byssa sem sett verður á skipið innan tíðar. Líklega verður um 40mm Bofors byssu að ræða, en slíkar byssur eru nú þegar á Ægi og Tý, sem og systurskipi Þórs, hinu norska Harstad.

Bofors byssan er sænsk og á sér langa og merkilega sögu. Hún var notuð bæði af bandamönnum og öxulveldunum í seinni heimsstyrjöld og er enn víða notuð. Hún var upphaflega hönnuð sem loftvarnarbyssa og hefur almennt verið notuð sem slík.