Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, hefur í kjölfar landsfundar Dögunar ákveðið að segja sig úr stjórnmálaflokknum.

Í yfirlýsingu segist hann ekki lengur eiga samleið með flokknum eins og hann hefur þróast frá kosningunum í fyrra.

Þór segir að íslensk stjórnmál séu í erfiðri stöðu sem nauðsynlegt sé að komast úr, en hvorki Dögun né aðrir hefðbundir stjórnmálaflokkar ráði við slíkt verkefni.

Þá segir hann jafnframt að sú lýðræðisskipan sem Íslendingar búi við sé úr sér gengin og öflugt andóf gegn núverandi ástandi sé eina leiðin til betra samfélags.

Þór Saari sat á Alþingi fyrir Borgarahreyfinguna og síðar Hreyfinguna á síðasta kjörtímabili. Hann var jafnframt formaður þingflokks Hreyfingarinnar 2011-2012.