Sjö aðilar voru kjörnir í nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands. Þeir aðilar sem taka sæti í ráðinu eru Þórunn Guðmundsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Sveinn Agnarson Auður Hermannsdóttir, Björn Valur Gíslason, Þór Saari og Frosti Sigurjónsson.

Varamenn í bankaráðinu eru þau: Kristín Thoroddsen, Þórlindur Kjartansson, Auðbjörg Ólafsdóttir, Sunna Jóhannsdóttir, Hildur Traustadóttir, Ólafur Margeirsson og Bára Ármannsdóttir.

Bankaráð er kosið í hlutfallskosningu og kýs formann og varaformann úr sínum hópi. Bankaráð hefur eftirlit með starfsemi Seðlabanka Íslands.