Þóra Arnórsdóttir hefur boðað til fundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan 16.15 í dag og mun hún stundarfjórðungi síðar skýra frá ákvörðun sinni um framboð til embættis forseta Íslands.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þóru sem send var fyrir stundum.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Þóra eru líkleg til að njóta mesta fylgis í forsetakosningunum samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana.

Fjórir aðrir hafa tilkynnt um framboð til forseta Íslands. Þar á meðal eru Herdís Þorgeirsdóttir, Jón Lárusson, Hannes Bjarnason og Ástþór Magnússon.