*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Fólk 23. maí 2019 08:51

Þóra í framkvæmdastjórn Coripharma

Þóra Björg Magnúsdóttir hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn Coripharma.

Ritstjórn
Þóra Björg Magnúsdóttir
Aðsend mynd

Þóra Björg Magnúsdóttir hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn Coripharma. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Hún hóf störf hjá félaginu í kjölfar kaupa Coripharma á þróunareiningu Actavis Group PTC í byrjun mánaðarins og mun stýra rannsóknum og þróun hjá fyrirtækinu.

Þóra Björg varð starfsmaður Actavis 2007, þá sem yfirmaður klínískra rannsókna í Evrópu og öðrum löndum utan Bandríkjanna. Áður var hún framkvæmdastjóri Lyfjaþróunar, fyrirtækis sem sérhæfði sig í tækni til inntöku lyfja með nefúða.

Actavis keypti Lyfjaþróun árið 2007. Þóra Björg er með mastergráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is