*

laugardagur, 5. desember 2020
Fólk 15. mars 2017 12:20

Þóra Leifsdóttir ráðin til ALM

ALM Verðbréf hf. hafa ráðið Þóru Leifsdóttur en hún hefur starfað fyrir Landsbankann í London og slitastjórn bankans.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Þóra Leifsdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur í eignastýringu ALM Verðbréfa hf. 

Þóra er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað bæði á innlendum og erlendum fjármálamarkaði. Hún starfaði um árabil sem lánasérfræðingur hjá Landsbanka Íslands í London.

Frá árinu 2008 starfaði hún sem forstöðumaður útlánaeftirlits Landsbanka Íslands í London þar sem hún sérhæfði sig á sviði útlánaeftirlits og áhættstýringar á lánasöfnum fyrirtækja og býr því yfir mikilli þekkingu á lánamarkaði og helstu lánaafurðum. 

Árið 2012 flutti Þóra aftur til Íslands þar sem hún hélt áfram störfum fyrir Slitastjórn Landsbanka Íslands. Þóra mun starfa að uppbyggingu á sérhæfðri eignastýringu ALM fyrir fagfjárfesta, fyrirtæki og stofnanir.

ALM Verðbréf hf. er verðbréfafyrirtæki sem starfar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og hefur haft starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu frá árinu 2010. Hægt er að nálgast upplýsingar um félagið og starfsemi þess á www.almv.is.